Félagsgjöld 2016-2017

Í júní voru sendir út greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum en
nú líður senn að eindaga sem er 15. ágúst. Minnum á að setja greiðsluna í
ferli, ef þú ert ekki nú þegar búin að því á heimabankanum kæra FKA kona.

Við höfum tekið upp skilvirkari leið fyrir félagagjöldin
en nú birtist krafa í heimabanka greiðanda og er reikningur fyrir
félagsgjöldum aðgengilegur á heimabankanum undir rafræn
skjöl

Félagsgjöld FKA fyrir starfsárið 2016 – 2017 eru 21.700 kr.

Konur í Atvinnurekendadeild greiða 5.000 kr aukagjald
sem og konur í LeiðtogaAuði 3.300 kr aukagjald sem rukkað er fyrir
hönd þeirra deilda. 

Að hafa gjalddaga í júní og
eindaga í ágúst var til að gefa konum ríflegan tíma til að greiða
eða senda inn leiðréttingar eða úrsagnir. Nú líður að eindaga og
því er mikilvægt að bregðast við ef gera þarf einhverjar breytingar.

Félagið lítur  framvegis svo á að félagskonur eru taldir fullgildir félagsmenn og innheimta megi félagsgjöld nema viðkomandi hafi sagt sig úr félaginu skriflega hér að neðan.

Ósk um breytingu/leiðréttingu eða úrsögn – smelltu hér