Thelma Kristín verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA, Sigríður Hrund Pétursdóttir formaður FKA og Soffía Theodórsdóttir félagkona FKA eru nú staddar í Winnipeg í Kanada í tilefni af Jon Sigurdsson Day og hátíðarhalda 17. Júní.
Thelma Kristín verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA heiðursgestur á deginum og fluttu Thelma Kristín og Sigríður Hrund erindi fyrir WEKH (Women Entrepreneurship Knowledge Hub) í gegnum UM þ.e. háskólann í Manitoba.

Í heimsókn sinni í háskólann í Manitoba sáu þær íslenska bókasafnið, fornrit og fundum eintak af Guðbrandsbiblíu.
Ættarbók með mynd af Sigríði Hrund var þar að finna og í dag verður haldið í Gimli safn og Gimli Chamber of Commerce þar sem boðið er í persónulegt matarboð til að efla tengslin og njóta stundarinnar saman.

Félagskonum FKA var velkomið að taka þátt í deginum og Soffía Theodórsdóttir slóst með í för sem er afar ánægjulegt.

Jon Sigurdsson Day er 17. júní og mikil hátíðarhöld í Winnipeg í Kanada. Dagurinn hefur sérstaka stöðu í Manitóba-fylki, en skv. fylkislögum nefnist hann Jon Sigurdsson Day til heiðurs Jóni Sigurðssyni og til minningar um íslenska landnema sem voru einna fyrstir til að mynda samfélag í Manitóba forðum daga.
„Kvenréttindabarátta í Kanada á íslenskum konum mikið að þakka og því finnst mér vel við hæfi að styrkja tengsl kvenna milli Íslands og Kanada,“ segir Vilhjálmur Wiium aðalræðismaður í Kanada sem tók á móti hópnum. Hefur Íslenska aðalræðisskrifstofan í borginni oft haft milligöngu um að fá heiðursgest frá Íslandi á þessari athöfn og þökkum við honum fyrir ánægjuleg kynni og góða spretti í þessu verkefni.
Tvenn félagasamtök standa að hátíðarhöldunum á 17. júní. Annars vegar Icelandic Canadian Frón, sem er angi af Þjóðræknifélagi Íslendinga í Norður Ameríku, og hins vegar Jon Sigurdsson Chapter IODE, en þetta er íslenskt deild í IODE, sem eru góðgerðarsamtök kvenna sem standa að ýmsum verkefnum tengdum menntun og samfélagsþjónustu.

@Vilhjálmur Wiium @Thelma Kristín Kvaran #Jafnvægisvog #hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur # JonSigurdssonDay @Sigríður Hrund Pétursdóttir @Soffía Theodórsdóttir


