Félagskonur FKA í hlaðvarpinu Konur í nýsköpun – viðtöl við áhrifakonur úr nýsköpunarumhverfinu á Íslandi.

Félagskonur FKA í hlaðvarpinu Konur í nýsköpun – viðtöl við áhrifakonur úr nýsköpunarumhverfinu á Íslandi.

Í þáttunum Konur í nýsköpun tekur Alma Dóra Ríkarðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði, viðtöl við áhrifakonur úr nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Viðtölin eru hluti af rannsókn sem Alma Dóra vann sumarið 2020 hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Efni rannsóknarinnar er staða og valdefling kvenna til nýsköpunar út frá styrkja úthlutunum úr nýsköpunarsjóðum ráðuneytisins. Í kjölfarið vildi Alma Dóra skoða betur reynsluheim, vegferðir og þarfir kvenna sem lifa og hrærast í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi.

Hlaðvarpið Konur í nýsköpun kemur út einu sinni í viku á mánudögum. Þættirnir eru um 30 mínútur að lengd og verður nýr viðmælandi í hverjum þætti.

Það er búið að taka viðtöl við félagskonur FKA og meðal viðmælenda Ölmu Dóru eru félagskonurnar Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups, Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs og Soffía Haraldsdóttir, stjórnarmeðlimur nýsköpunarnefndar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Svo fáum við fleiri viðtöl við félagskonur FKA í loftið sem ég hvet ykkur til að fylgjast með.

Hægt er að nálgast hlaðvarpið undir Konur í nýsköpun á helstu streymisveitum, hægt er að finna það HÉR á Spotify. Einnig mun Alma Dóra birta áhugavert efni tengt rannsókninni á Instagram reikningi sínum, @almadora.

Salóme Guðmundsdóttir, Huld Magnúsdóttir, Alma Dóra Ríkarðsdóttir og Soffía Haraldsdóttir FKA-konur.