Fida Abu, Guðný Birna og Sigríður Hrund í formannsframboði FKA 2021.

Kæra félagskona!

Aðalfundur Félags kvenna í atvinnulífinu FKA verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 19. maí 2021 kl. 17.00.

Biðstofa opnar á Zoom kl. 16.00 (sjá hlekk á fund í markpósti).

Konur mæta tímalega og þjónustuver tekur á móti okkur og samþykkir þær konur sem eru sannarlega í félaginu og hafa greitt félagsgjöldin.

Það eiga allar félagskonur sem greitt hafa félagsgjöld að geta kosið. Við kjósum með rafrænum skilríkjum og því hægt að kjósa hvar sem er.

Við kynnum með stolti fjölbreyttan hóp kvenna sem hafa tilkynnt um framboð til formanns.

Athugið að konur geta boðið sig fram til stjórnarkjörs fram að og á aðalfundi til kl. 17.30.

Formannsframboð FKA 2021 sem hafa borist í stafrófsröð:

Fida Abu Libdeh

Guðný Birna Guðmundsdóttir

Sigríður Hrund Pétursdóttir

Fida Abu Libdeh  HÉR má finna upplýsingar um framboð hennar til formanns FKA 2021.    

Guðný Birna Guðmundsdóttir  HÉR má finna upplýsingar um framboð hennar til formanns FKA 2021.    

Sigríður Hrund Pétursdóttir  HÉR má finna upplýsingar um framboð hennar til formanns FKA 2021.