Fida nýr formaður og Þuríður nýr varaformaður FKA Suðurnes.

Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar frá aðalfundi FKA Suðurnes var haldinn á The Bridge, Marriott, Reykjanesbæ mánudaginn 12. september 2022.

Fida Abu Libdeh sem hefur verið varaformaður deildarinnar er nýr formaður FKA Suðurnes og Þuríður H. Aradóttir Braun nýr varaformaður FKA Suðurnes.

Félagið þakkar Guðnýju Birnu Guðmundsdóttir fyrir öflugan sprett í sæti formanns í nýrri öflugri deild FKA og fagnar því að hafa hana áfram innanborðs og nú sem skipulagsfulltrúi deildarinnar.

Stjórn skiptir með sér verkum með eftirfarandi hætti á fundinum:

Fida Abu Libdeh – formaður

Þuríður Aradóttir Braun – varaformaður

Gunnhildur Pétursdóttir – ritari

Anna Karen Sigurjónsdóttir – gjaldkeri

Sigurbjörg Gunnarsdóttir – samskiptastjóri

Unnur Svava Sverrisdóttir – viðburðastjóri

Eydís Mary Jónsdóttir – fræðslustjóri

Snjólaug Kristín Jakobsdóttir – fjáröflunarstjóri

Guðný Birna Guðmundsdóttir – skipulagsfulltrúi

Á meðfylgjandi mynd má sjá nýja stjórn FKA Suðurnesi 2022-2023 frá vinstri: Þuríður H. Aradóttir Braun, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Snjólaug Jakobsdóttir, Gunnhildur Pétursdóttir, Fida Abu Libdeh, Eydís Mary Jónsdóttir, Anna Karen Sigurjónsdóttir, Sigurbjörg Gunnarsdóttir og Unnur Svava Sverrisdóttir. Mynd tekin á aðalfundinum sem haldinn var í bíósal Duus húsa 7. september sl.

Fida Abu Libdeh forstjóri og annar stofnenda Geo Silica er nýr formaður FKA Suðurnes.

Engin lýsing til
Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðukona Markaðsstofu Reykjaness er nýr varaformaður FKA Suðurnes.

Takk fyrir ykkur!

Þá gaf Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen sem gengt hefur hlutverki samskiptafulltrúa stjórnar FKA Suðurnesjum ekki kost á sér áfram og þakkar félagið henni kærlega vel fyrir vel unnin störf í þágu félagsins sem samskiptafulltrúi á Suðurnesjum og rúmlega það því hún hefur látið til sín taka út og suður í FKA. Sömu sögu má segja af Herborgu Svönu Hjelm sem gaf ekki kost á sér áfram í stjórn og henni þakkað fyrir öfluga innkomu þar sem hún lét að sér kveða í verkefnum stjórnar og tók virkan þátt í uppbyggingu deildarinnar okkar síðasta vetur.

,,Kona mánaðarins í FKA Suðurnes” í Víkurfréttum.

,,Það er mikill hugur í stjórninni til góðra verka í vetur og við hlökkum til að takast á við þau verkefni sem bíða okkar,” segir í fundargerð stjórnarinnar sem hefur fyrstu vikuna á að kynna Önnu Birgittu Geirfinnsdóttur sem fyrstu félagskonuna til að vera ,,Kona mánaðarins í FKA Suðurnes” í Víkurfréttum. Í blaðinu mun vera viðtal við eina konu í mánuði og það er óhætt að segja að fjörið er þegar hafið í öflugri deild FKA á Suðurnesjum.

Blaðið má nálgast HÉR


Þessi sameiginlegi vettvangur kvenna, þar sem konur geta hist og öðlast styrk í hugviti annarra kvenna hefur sannarlega fallið í góðan jarðveg því tæplega sextíu konur eru nú í FKA Suðurnes. Fjallað var um aðalfundinn í Víkurfréttum enda hefur deildin fóstrað nærumhverfið og fært lífinu lit á svæðinu eins og dæmin sanna frá stofnun deildarinnar.


Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar FKA Suðurnes var haldinn á The Bridge, Marriott, Reykjanesbæ.

Stjórn FKA Suðurnes 2022-2023

Anna Karen Sigurjónsdóttir 

Eydís Mary Jónsdóttir 

Fida Abu Libdeh 

Guðný Birna Guðmundsdóttir

Gunnhildur Pétursdóttir

Sigurbjörg Gunnarsdóttir

Snjólaug Jakobsdóttir

Unnur Svava Sverrisdóttir

Þuríður Halldóra Aradóttir

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet FKAkonur#FKASuðurnes @Guðný Birna Guðmundsdóttir @Fida Abu Libdeh @Anna Karen Sigurjónsdóttir @Snjólaug Jakobsdóttir @Eydís Mary Jónsdóttir @Gunnhildur Pétursdóttir @Þuríður Halldóra Aradóttir @Sigurbjörg Gunnarsdóttir @Unnur Svava Sverrisdóttir @Katrín Kristjana Hjartardóttir @Anna Birgitta Geirfinnsdóttir #Kona mánaðarins í FKA Suðurnes #Víkurfréttir @Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen @Herborg Svana Hjelm