,,Fiduáhrifin felast í því að hafa kjark til að láta vaða…” segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.

Ragnheiður Elín Árnadóttir segist hafa fyllst gleði og stolti þegar hún sá að hvatningarviðurkenning Félags kvenna í atvinnulífinu FKA féllu Fidu Abu Libdeh í skaut þetta árið. 

,,Fiduáhrifin felast í því að hafa kjark til að láta vaða, seiglu og staðfestu til að takast á við alla þá erfiðleika sem upp koma á leiðinni, óbilandi trú á verkefninu til að missa aldrei sjónar á endatakmarkinu … og endalausa bjartsýni til þess að hafa gaman á leiðinni,” segir Ragnheiður Elín Árnadóttir.

Nánar um Fiduáhrifin HÉR

Ragnheiður Elín Árnadóttir og Lubbi.

Fida Abu Libdeh með viðurkenninguna.