Fjölmenni á stofnfundi Vestfjarðadeildar FKA

Félag kvenna í atvinnulífinu hefur fært út anga sína, en á sunnudag var stofnað FKA Vestfirðir á fjölmennum fundi kvenna á Hótel Ísafirði. Félagsskapurinn er ætlaður konum sem reka fyrirtæki, eru með mannaforráð eða stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu. 

Fimm konur gáfu kost á sér í stjórn hins nýstofnaða félags, þær: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Ásgerður Þorleifsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir og Herdís Rós Kjartansdóttir. Má sjá þær á meðfylgjandi mynd. 

Á stofnfundinum voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður FKA, Hulda Bjarnadóttir framkvæmdastjóri FKA og Stella Leifsdóttir fulltrúi Viðskiptanefndar FKA. Fóru þær í saumana á því með fundargestum hvernig félagsskapurinn virkar og hver ávinningur þeirra kvenna sem ganga til liðs við hann getur verið. Að auki var Bryndís Sigurðardóttir með erindi en hún var ein forsvarskvenna FKA á Suðurlandi er það var stofnað á sínum tíma.

Þar sem BB.is miðilinn var á staðnum þá fáum við leyfi til að birta hluta af frétt þeirra.