Fjölmiðladagur FKA

Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, hvetur forsvarsmenn
innlendra ljósvakamiðla til að snúa kynjahlutfalli viðmælenda sinna við þann 4.
október næstkomandi á Fjölmiðladegi FKA, og endurtaka þar með leikinn frá því
í fyrra. Þann dag voru konur 67% viðmælenda. Nú er stefnan sett á 80%.
Jafnréttisráð Evrópuþingsins hefur óskað eftir upplýsingum um árangurinn, sem
verður kynntur tveimur dögum síðar.

Rannsóknir sem Creditinfo hefur unnið í samstarfi
við FKA undanfarin ár hafa sýnt fram á 80/20 annars vegar og hins vegar 70/30
hlutföll körlum í vil þegar kemur að fréttatengdu efni á ljósvakamiðlunum. Með
því að snúa hlutfallinu við á innlendum miðlum þennan dag verður minnt á að
ákjósanlegast sé að halli á hvorugt kynið frá degi til dags, allt árið um
kring.

Félag kvenna í atvinnulífinu kynnir glænýjar niðurstöður
Creditinfo þennan dag og stendur fyrir óformlegum morgunverðarfundi fyrir
fjölmiðlafólk í húsakynnum Blaðamannafélagsins. Mary Hockaday, sem stýrir
ritstjórnarstefnu BBC World Service English kemur til landsins og deilir sögum
frá þrjátíu ára farsælum ferli sínum þar. Mary kemur að verkefninu Turn Up
The Volume
hjá BBC sem miðar að því að jafna hlut kynjanna í fjölmiðlum.

Ásamt erindi Mary Hockaday
fer fulltrúi Creditinfo, yfir glænýjar tölur um kynjahlutfall viðmælenda
í helstu ljósvakamiðlum landsins.

Morgunverðafundurinn verður hjá Blaðamannafélaginu
Síðumúla 23, þann 4. október milli klukkan kl. 8.00-10.00.
Dagskrá hefst 8.30 og þess ber að geta að Hockaday þiggur hvorki laun né gjafir
vegna komu sinnar til landsins, eins og reglur BBC gera ráð fyrir.

  • Meira
    um Mary:

http://www.bbc.co.uk/corporate2/insidethebbc/managementstructure/biographies/hockaday_mary

Allar nánari upplýsingar um fjölmiðlaverkefni FKA
veita
:
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, í síma: 896 7566
Rakel Sveinsdóttir, stjórnarformaður FKA, í síma: 822
0866