Fjölmiðlaverkefni FKA og RÚV / undirbúningur er hafinn.

Fjölmiðlaverkefni FKA og RÚV er eitt af Hreyfiaflsverkefnum FKA sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu.

Það er gaman að segja frá því að undirbúningur er hafinn. FKA hefur átt fund með nýjum útvarpsstjóra RÚV og fleira góðu fólki í Efstaleitinu, nánari upplýsingar um þátttöku í verkefninu verður sendar í haust.

Verkefninu er ætlað að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum og bæta um leið aðgang fjölmiðlafólks að konum.

Spennið beltin!

Við erum rétt að byrja þetta starfsár!

Mynd frá FKA - Félag kvenna í atvinnulífinu.

Mynd frá FKA - Félag kvenna í atvinnulífinu.
Mynd frá FKA - Félag kvenna í atvinnulífinu.