FKA á Vesturlandi.

Á dögunum var FKA á Vesturlandi með vel heppnaða haustferð sem jafnframt var vinkonuferð. Félagskonur af Vesturlandi og úr höfuðborginni áttu saman notalega stund, funduðu og skemmtu sér vel á Hvanneyri og í böðunum í Krauma. Fundað var um starfið innan FKA og jólainnkaupin nánast kláruð á einu bretti á Matarhandverkshátíðinni á Hvanneyri.

Konur sem vilja stórefla tengslanetið sitt, styrkja sig og hafa áhrif til eflingar íslensks atvinnulífs eru hvattar til að taka þátt í starfi FKA og sækja um aðild á heimasíðu FKA.

FKA eru félagasamtök fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. Hvort sem þú ert stjórnandi, leiðtogi, átt eða rekur þitt fyrirtæki – þá áttu heima í FKA.

UMFJÖLLUN HÉR

Vesturland_1576150575803