Árið 2019 markar ákveðin tímamót í starfi FKA en félagið fagnar nú 20 ára starfsafmæli.
Þann 9.apríl árið 1999 var félagið stofnið og því tilvalið að fagna þessum tímamótum með þér og öðrum FKA konum þann 5.apríl 2019!
Við blásum til heljarinnar veislu föstudaginn 5.apríl í Hörpunni kl 18 og stendur hún fram eftir kvöldi.
Klæðaburður kvöldsins er: “Business Casual”
Skráning er hafin og kostar miðinn 11.900 kr. Nánar um ferðatilboð.
Við viljum að sem flestar FKA konur hafi tök á að koma og höfum við fengið góð verð í flug og gistingu frá FKA rekstraraðilum fyrir þær sem koma lengra frá.
Frábær tilboð á gistingu og takmarkað magn í boði!
Dagskráin er ekki af verri endanum en hér gefur að líta smá brot af dagskrá kvöldsins:
18:00 Húsið opnar með afmæliskokteil í stuði með DJ Dóru Júlíu
19:15 Anna Svava Knútsdóttir, veislustjóri býður gesti velkomna
19:30 Léttar veitingar og skemmtiatriði þar sem Regína Ósk og fleiri listamenn stíga upp á svið og trylla lýðinn
22:30 DJ danspartý með Dóru Júlíu
Þetta verður sönnkölluð árshátíðarstemmning þar sem glittir í öfluga tenóra, furðuverur, fræga leikara frá tímum svart hvíta sjónvarpsins og óvæntar uppákomur frá upphafi til enda svo mætið tímanlega
Um er að ræða einstakan viðburð í starfi FKA til þessa sem engin kona vill láta fram hjá sér fara!
Allar konur sem hafa áhuga á að efla tengslanetið og kynnast starfsemi FKA eru hjartanlega velkomnar!
Hlökkum til að sjá og fagna með ykkur þessum merku tímamótum félagsins þann 5.apríl í Hörpunni!
Með kveðju,
Stjórn og afmælisnefnd FKA