FKA félagskonur rita pistla í Markaðinn

Hið viðskiptatengda rit Fréttablaðsins, Markaðurinn, mun í vetur birta reglulegar greinar sem félagskonur í FKA skrifa. Málefnin verða af ýmsum toga og nú hefur fyrsti pistillinn eftir Rúnu Magnúsdóttur verið birtur undir heitinu Forstjórinn ÞÚ í fyrirtækinu “ÉG“.  Tilgangur skrifanna er að auka sýnileika kvenna í atvinnulífinu. 

Pistlar verða birtir tvisvar sinnum í mánuði og munu þeir einnig birtast á viðskiptasíðum Vísis á www.visir.is.

Pennar FKA í Markaðnum í vetur munu skrifa um það sem þeim dettur í hug hverju sinni, þó oft tengt þeirra áhugamáli og starfi.  

Pistlahöfundarnir eru: 

Guðrún Högnadóttir, Franklin Covey                                                             Stefnumótun og áætlanagerð

Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA                                                  Líðandi stund

Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Reykavík Runway                                               Skapandi greinar / rekstur

María Lovísa Arnardóttir, Innahús Arkitekt og markþjálfi                          Praktískar úrlausnir s.s tímastjórnun ofl.

Rúna Magnúsdóttir, Brandit og Connected Women                                   Stjórnandinn/Netið/samfélagasmiðlar

Vilborg Aldís Ragnarsdóttir, eigandi og stofnandi Arca Design                  Markaðssetning og hönnun

Þórey Vilhjálmsdóttir, framkv.st. borgarstjórnarfl. Sjálfst.flokks                Tengsl stjórnmála og atvinnulífs 

Þórunn Jónsdóttir, stofnandi og eigandi FAFU                                             Frumkvöðull og rekstur