Svona gerast skemmtilegir og nærandi hlutir!
Vel gert Edda!
„Sælar kæru FKA konur, það var svo gaman í göngunni á opnunarviðburðinum í haust að upp kom sú hugmynd að setja af stað gönguhóp sem verður hér með til,“ segir félagskonan Edda Rún sem hefur búið til hóp á FB fyrir félagskonur sem vilja vera FKA-Fjalladrottningar HÉR.
„Ég hef aldrei gengið Búrfellsgjá þetta er geggjað,“ er ein af fjölmörgum setningum sem voru sagðar á Opnunarviðburðinum okkar.
„Getum við ekki stofnað gönguklúbb og gert meira af þessu?“ spurði önnur. Jú það er svo sannarlega hægt – og hefur verið gert.
Edda Rún auglýsir hér með eftir FKA konum til að ganga saman fyrsta sunnudag í mánuði þar sem reyndar göngukonur, útivistarkonur og minna reyndar fjalladrottningar geta sameinast í göngu, hver á sínum hraða á eigin ábyrgð.
Þetta er liður í því að eiga samtal, hittast, næra andann og kroppinn með því að ganga saman.
Fyrsta gangan er sunnudaginn 4. október kl. 10.00 þegar gengið er á Úlfarsfell Mosfellsbæ.
Félagskonur mega taka vinkonu með, mæta allar á eigin ábyrgð og gefa engan afslátt af sóttvörnum.
Hittumst á bílaplaninu hjá skóræktinni (á leiðinni til Mosó) á sunnudaginn kl. 10.00.
HVAR: Hittumst á bílaplaninu hjá skóræktinni (á leiðinni til Mosó).
HVAR: Úlfarsfell Mosfellsbæ.
HVENÆR: Sunnudaginn 4. október kl. 10.00.
KLUKKAN: 10.00.
Engin skráning bara mæta!
Hlakka til að eiga dásamlegan morgun með ykkur!
Edda Rún Ragnarsdóttir félagskona FKA, Fjalladrottningin sjálf, eigandi og framkvæmdarstjóri ERR Design.

