FKA Fjalladrottningar í fyrstu göngu starfsársins – komið með!

FKA Fjalladrottningar fóru í sína fyrstu göngu á starfsárinu í Reykjardal/Hveragerði/Suðurlandi sunnudaginn 12. september 2021.

Það var blautt og það var hvasst enda fyrsta haustlægðin.

Það er stjórnarkonan Edda Rún Ragnarsdóttir sem leiðir hópinn og upplýsingar má finna á lokaðri síðu FKA Fjalladrottninga á Facebook, hóp sem er ætlaður félagskonum FKA sem vilja ganga saman.

Hver og ein fer á sínum hraða og hafa myndast viðskiptatengsl hjá FKA í gönguskónum líka.

Vel gert að viðra okkur í öllum veðrum Edda Rún.
Takk fyrir ykkur félagskonur!

Sjáumst næst!

fka #fkakonur #Hreyfiafl #sýnileiki #Tengslanet @Edda Rún Ragnarsdóttir #Hveragerði