FKA Framtíð er stuðningsnet, stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun.

FREÉTTATILKYNNING

Félag kvenna í atvinnulífinu FKA

Frambjóðendur til stjórnar FKA Framtíðar – Sjö framboð hafa borist.

Áhersla lögð á að félagskonur efli hver aðra með ráðum, innblæstri og byggi upp virkt og öflugt tengslanet. 

„Starfið gengur út á virka tengslanetsuppbyggingu og hagnýta fræðslu sem nýtist sem innlegg í starfsframa og þróun, bæði fag- og persónulega,“ segir Óska Heiða Sveinsdóttir formaður FKA Framtíð sem heldur rafrænan aðalfund sinn á morgun fimmtudaginn 27. ágúst.

„Sjö framboð hafa borist til stjórnar FKA Framtíðar og kosið verður um fjögur sæti til tveggja ára á fundinum og óhætt að segja að rambjóðendur til stjórnar FKA Framtíðar er fjölbreyttur og öflugur.“

FKA Framtíð vill vera stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun og stuðningsnet fyrir konur svo þær geti fullnýtt hæfileika sína og möguleika. Hlutverkið er að vera leiðtogahvati fyrir konur í atvinnulífinu, auka tengslamyndun, styðja við einstaklingsþróun, skapa grundvöll til að deila reynslu og auka styrk sinn með innblæstri frá öðrum konum.

Mikil áhersla er lögð á að félagskonur efli hver aðra með ráðum, innblæstri og byggi upp virkt og öflugt tengslanet.  Deildin er fyrir konur sem vilja halda áfram að læra, þróast, þiggja og gefa af sér til annarra kvenna.

„Að fara í framboð er reynsla og tækifæri til að vaxa því sama hvernig fer ertu að taka þér plássið og gengur í gegnum kynningarferli. Þetta er frábært tækifæri til að eiga samtalið, hafa áhrif, kynnast öðrum og ekki síður að kynnast sjálfri þér betur með að fara í gegnum framboð, allan tilfinningaskalann sem honum fylgir. Fyrir hönd stjórnar vill ég vill þakka þessum frambærilegu konum fyrir að rétta upp hönd og bjóða fram krafta sína í þágu okkar allra í FKA,“ segir Ósk Heiða sem hvetur konur að mæta á aðalfundinn á morgun, sem verður stafrænn að þessu sinni. Nánari upplýsingar á www.fka.is

Frambjóðendur í stafrófsröð: 

Anna Björk Árnadóttir,

Ásdís Auðunsdóttir

Hrefna Sif Jónsdóttir

Katrín Petersen

Rakel Lind Hauksdóttir

Tinna Hallbergsdóttir

Unnur María Birgisdóttir

Nánari upplýsingar veitir:

Óska Heiða Sveinsdóttir formaður FKA Framtíð og forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins  / s. 8405919 / osks@postur.is

Viðskiptablaðið í dag HÉR