FKA Framtíð

FKA-Framtid--1-

Ný nefnd hefur verið stofnuð innan FKA – FKA Framtíð.

Ef þú ert UNG KONA, EIGANDI, LEIÐANDI EÐA Í STJÓRN, þá hvetjum við þig til að skoða að taka þátt í flottu starfi innan Félags kvenna í atvinnulífinu – FKA

Stofnfundur FKA Framtíðar fór fram 14. september í Húsi Atvinnulífsins og gekk glimrandi vel með frábærri þátttöku bæði núverandi félagskvenna FKA og framtíðar félagskvenna í FKA og FKA Framtíð. Á fundinum var farið yfir verklagsreglur, stjórn og stefna kynnt. Farið var yfir starf FKA Framtíðar í vetur og velt upp hugmyndum og spurningum með hvað það er að vera Ung Kona og að vera Leiðandi, Eigandi og í Stjórn. 

Ef þú misstir af kynningarfundinum – getur þú horft á streymið HÉR á opinni FB síðu FKA.
Kynntu þér allt um FKA Framtíð – HÉR er Kynningin á FKA Framtíð

Hvetjum ykkur að taka þátt!

Ef þú ert félagskona FKA en vilt taka þátt í FKA Framtíð þá skráir þú þig HÉR

Ef þú ert ekki félagskona FKA og vilt taka þátt í starfi FKA og skrá þig í FKA Framtíð þá sækir þú um inngöngu í FKA HÉR

Í umsóknarferlinu getur þú hakað við FKA Framtíð en með því að gerast FKA kona hefur þú aðgang að yfir 50 fundum á ári í félaginu en haldið verður sérstaklega utan um FKA Framtíð með “Mentor programmi” og fundum fyrir þær konur sem eru skráðar í Framtíð.

Þess má geta að FKA Framtíð er á Facebook: https://www.facebook.com/groups/1807773499483460/ 

Dagskrá nefndarinnar má finna undir “Á Döfinni” í dagatali FKA á forsíðu heimasíðunni www.fka.is

Ef þið hafið einhverjar spurningar – hikið ekki við að senda okkur skilaboð á Facebook síðunni eða hafa samband við framkvæmdastjóra FKA, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, hrafnhildur@fka.is

Stjórn FKA Framtíðar

IMG_3491Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir, Iceland Sync Management ehf, stones.camilla@gmail.com 

Soffía Kristín Jónsdóttir, Iceland Sync Management ehf, soffiakristinj@gmail.com

Elín Anna Gísladóttir, Isavia ohf, eagisladottir@gmail.com

Íris Eva Gísladóttir, Flow Education, iris@floweducation.io 

Valdís Magnúsdóttir, Íslenska Útflutningsmiðstöðin hf., valdis.magnusdottir@gmail.com

Lilja Bjarnadóttir, Sáttaleiðin, lilja@sattaleidin.is (vantar á myndina)