FKA heiðrar þrjár konur í atvinnulífinu

FkavidurkenningarhafarFKA- Félag kvenna í atvinnulífinu heiðraði  Ernu
Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir
eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin
var í Gamla bíói.
Erna Gísladóttir, sem er forstjóri
bílaumboðsins BL ehf., hlaut FKA viðurkenninguna 2018. Hildur Petersen, 
framkvæmdastjóri
Vistvænnar framtíðar, fékk Þakkarviðurkenningu FKA og Sandra Mjöll
Jónsdóttir Buch, framkvæmdastjóri
Platome Líftækni, Hvatningarviðurkenningu FKA 2018. 

Konurklaeddustsvortu1Um fimm hundruð manns voru við afhendinguna, þar á meðal fjöldi kvenna og karla úr
framlínu íslenskskts viðskipta- og atvinnulífs. Þetta er í nítjánda sinn sem
hátíðin er haldin en ávarpi Rakelar Sveinsdóttur, formanni félagsins, kom fram
að sjaldan hefði verið jafn áríðandi  og
nú, að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu. Ekki aðeins væri #metoo
byltingin að kalla á miklar breytingar, heldur lifði hið ósýnilega glerþak enn
góðu lífi sem ekki einu sinni lög Alþingis væru að ráða við.

Fka1Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, veitti
viðurkenningarnar í fjarveru Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðherra. 

StjornFKAÞá hafði stjórn FKA, hvatt allar konur
í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu í dag, til stuðnings #metoo
byltingunni.
Ákallinu var vel tekið og klæddust bæði karlar og konur svörtu
víðs vegar í dag auk þess sem svarti liturinn undirstrikaði sterka samstöðu
gesta á hátiðinni. Í ræðu formanns FKA kom fram að félagið taki það hlutverk
sitt alvarlega að fylgja eftir #metoo byltingunni með ýmsum aðgerðum.

 

 

FKA
viðurkenningin 2018 – Erna Gísladóttir

Fkavidurkenning.Ernagisladottir

FKA viðurkenninguna 2018 hlaut
Erna Gísladóttir, forstjóri bílaumboðsins BL ehf. og einn af eigendum þess,
stjórnarformaður Sjóvár-Almennra trygginga hf. og í stjórn Haga hf.

Erna lauk B.Sc. í
hagfræði frá Háskóla Íslands 1991 og MBA frá IESE í
Barcelona á Spáni 2004. Erna er forstjóri BL ehf. sem er stærsta bílaumboð
landsins með 12 bílaumboð og yfir 250 starfsmenn.

Erna hefur unnið meira og minna í bílgreininni allt sitt líf, byrjaði
snemma að aðstoða á bílasýningum hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum og hefur
gengið í flest störf hjá BL nema viðgerðir á bílum. Erna er stjórnarformaður
Sjóvá-Almenntra trygginga hf. og hefur setið í stjórn tryggingafélagsins frá
2009. Þá hefur hún verið stjórnarmaður í Högum hf. frá árinu 2010.

Erna segir að helstu áskoranir í rekstri BL eins og hjá flestum
íslenskum fyrirtækjum felist í því að leitast við að lesa í efnahagssveiflurnar
og greina með hvaða hætti rekstrarumhverfið þróast. Erna telur lykilinn að
góðum rekstri felast í frábæru samstarfsfólki og áætlanagerð. Áhugamál Ernu eru
ferðalög á framandi slóðir, útivera, golf og laxveiði.

Í
rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars
: „Erna hefur á undanförnum árum reist við gömlu bílaumboðin B&L
og Ingvar Helgason í sameinuðu fyrirtæki BL. Hún hefur gert það með þeim hætti
að BL er nú stærsta bifreiðaumboðið á Íslandi og hefur aukið markaðshlutdeild
þess svo eftir er tekið.

Þakkarviðurkenning
FKA 2018 – Hildur Petersen

Thakkarvidurkenning.hildurpetersen
Þakkarviðurkenningu FKA 2018
hlaut Hildur Petersen framkvæmdastjóri Vistvænnar framtíðar.
Hildur hefur
alla sína tíð unnið við fyrirtækjarekstur og átt sæti í stjórn margra
fyrirtækja og félagasamtaka. Þar má nefna Pfaff, Kaffitár, FKA, ÁTVR, SPRON og
EYESLAND.
Hildur varð
framkvæmdastjóri ljósmyndavörufyrirtækisins Hans Petersen árið 1979, eingöngu
23 ára og enn við nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Fyrirtækið var
stofnað af afa hennar Hans Petersen árið 1907 og þegar faðir hennar lést árið
1979 var henni falið að taka við stjórnartaumunum. Starfi framkvæmdastjóra Hans
Petersen gegndi Hildur í rúma tvo áratugi eða allt til ársins 2000. Hún hafði
brennandi áhuga á nýsköpun og framþróun og var Hans Petersen þekkt fyrir
framsækna stjórnunarhætti þar sem þarfir viðskiptavina voru hafðir að
leiðarljósi og vel hlúð að starfsfólki.  
 
Sem
stjórnarformaður ÁTVR nýtti Hildur reynslu sína af nútíma stjórnunarháttum til
að aðlaga þjónustu og ímynd einkasölunnar að tíðarandanum. Í dag rekur Hildur
fyrirtækið Vistvæna framtíð en markmiðið með stofnun fyrirtækisins var að draga
úr plastsóun.
 
Vistvæn
framtíð býður nú upp á margnota og vistvænar vörur m.a. tengdar almennum
innkaupum. Hildur fékk til sín þrjá unga myndlistamenn og rifhöfunda til að
hanna nýstárlega vörulínu af innkaupapokum með mengunina í hafinu í
brennidepli undir yfirskriftinni „Við mótum framtíðina“. Markmiðið er að þessir
athyglisverðu innkaupapokar komi í stað plastpokanna og að fólk vilji nota þá
aftur og aftur. Hildur hefur ástríðu fyrir því að lesa
í markaðinn og aðlaga þjónustu og vöruframboð að þörfum viðskiptavina.

Í rökstuðningi dómnefndar
segir meðal annars:
 Hildur tók
kornung við rekstri fjölskyldufyrirtækisins Hans Petersen og var um árabil ein
þeirra fáu kvenna á Íslandi sem gegndi forstjórastarfi í stóru fyrirtæki.
Hildur var áberandi í starfi sínu og tók að auki að sér ábyrgðarmikil hlutverk
í íslensku viðskiptalífi og hefur því verið fyrirmynd margra sem á eftir henni
komu.

 

Hvatningarviðurkenning FKA 2018 – Sandra Mjöll Jónsdóttir 

Hvatningarvidurkenning.sandramjollHvatningarviðurkenningu
FKA 2018 hlaut Dr. Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch frumkvöðull og framkvæmdastjóri
Platome Líftækni.
Sandra Mjöll
hefur brennandi áhuga á nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Hún hefur starfað við
nýsköpun og vísindarannsóknir um árabil og þróað tækni þar sem ónýtanlegir
blóðhlutar frá Blóðbankanum eru nýttir til að framleiða hágæða líftæknivörur. Í
tengslum við þá tækni stofnaði hún sprotafyrirtækið Platome Líftækni. Sandra  hefur verið framkvæmdastjóri félagsins frá
árinu 2016 sem hlaut titilinn sproti ársins hjá Viðskiptablaðinu 2017.

Sandra Mjöll
lauk doktorsprófi í líf- og tæknivísindum frá Háskóla Íslands 2017,
viðbótardiplóma í lífeindafræði frá Háskóla Íslands 2012 og B.Sc. í lífeindafræði
frá Háskóla Íslands 2011. Frá 2014 hefur hún verið aðjúnkt við læknadeild
Háskóla Íslands og haft með höndum skipulagningu, kennslu og umsjón með áföngum
í mannerfðafræði ásamt vísinda-
og teymisvinnu fyrir nemendur í lífeindafræði. Þá hefur hún setið í
námsbrautarstjórn lífeindafræði og komið að stefnumótun námsbrautarinnar.

Á árunum
2013-2016 starfaði Sandra Mjöll sem sérfræðingur í líffræði stofnfruma og
vefjaverkfræði við Háskólann í Reykjavík og annaðist vísindarannsóknir og
leiðbeindi nemendum í rannsóknarnámi
.
Sandra Mjöll hefur á undanförnum árum unnið til fjölda verðlauna og
viðurkenninga fyrir störf sín.

Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal
annars:
Sandra hefur ásamt samstarfsfólki sínu byggt upp hátæknifyrirtæki,
sem ef vel tekst til, stuðlar að framförum í læknavísindum. Fyrirtækið starfar
á sviði sem er áhugavert og hefur raunhæfa vaxtamöguleika. Einkar áhugavert er
að í vörum fyrirtækisins eru notaðar útrunnar blóðflögueiningar frá blóðbönkum
sem annars yrði fargað.

FKA skipar dómnefnd á hverju ári til að velja þær konur sem hljóta
viðurkenningar félagsins hverju sinni.

Dómnefnd 2018:

Danielle Neben, varaformaður FKA, stjórnarkona Meniga og
eigandi Maresías  
Eva Magnúsdóttir, formaður LeiðtogaAuðar, eigandi og framkvæmdastjóri Podium
Finnur Árnason, forstjóri Haga
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Margrét Kristmannsdóttir, fyrrum formaður FKA, eigandi og framkvæmdastjóri
Pfaff
Rut Jónsdóttir, varaformaður Atvinnurekendadeildar, framkvæmdastjóri
fjármálsviðs Íslenska Gámafélagsins 
Skúli Mogensen, forstjóri WOW

Stjórn FKA:

Formaður
FKA: 
Rakel
Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Spyr
Danielle Neben, stjórnarkona Meniga og eigandi Maresías  
Kolbrún Hrund Víðisdóttir, eigandi og stjórnarkona Svartækni
Áslaug Gunnlaugsdóttir, lögmaður og  eigandi LOCAL Lögmönnum
Anna Þóra Ísfold, sérfræðingur hjá Ísfold markaðsráðgjöf
Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Strategíu
ehf., 
Ragnheiður Aradóttir, stofnandi og eigandi viðburðafyrirtækisins PROevents og
þjálfunarfyrirtækisins PROcoaching

Framkvæmdastjóri FKA er
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir