FKA Hlaupadrottningar fyrir okkur allar.
Jæja, er þín innri FKA Hlaupadrottning að spretta fram?
Þær félagskonur FKA sem stunda hlaup eða finnst gaman og gefandi að verja tíma útandyra ættu að fylgjast með HÉR í hópi FKA Hlaupadrottninga á Facebook.
FKA Hlaupadrottningar er hópur sem hittist tvisvar í mánuði, reima á sig strigaskó og skokka, hlaupa, taka spretti eða ganga í náttúrunni.
Þetta er fyrir okkur allar því við förum á okkar hraða og í svona hópi eru miklar líkur á að þú finnur aðra konu sem vill fara á sama harað og þú, eða þá að við göngum, skokkum eða hlaupum á okkar hraði í friði og góðum fíling en sameinumst í upphafi í smá upphitun og síðan í lokin í teygjum.
„Hópurinn hentar öllum félagskonum sama hvernig formi við erum í,“ segir stjórnarkonan Elísabet Tanía Smáradóttir sem leiðir hópinn.
Njótum náttúrunnar, spjöllum og æfum lungum í leiðinni!
#fka #fkakonur #Hreyfiafl #sýnileiki #Tengslanet #FKAhlaupadrottningar
@Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir @Katrín Guðmundsdóttir @Elísabet Tanía Smáradóttir @Andrea Róbertsdóttir

Fjórar mættu enda appelsínugul viðvörun sem lét ekki til sín taka við Rauðavatn
þar sem Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Elísabet Tanía Smáradóttir
og Andrea Róbertsdóttir skokkuðu.


