FKA í þjónustu við atvinnulífið.

FKA í þjónustu við atvinnulífið.

Félag kvenna í atvinnulífinu á í stöðugu samtali við atvinnulífið og hefur staðið fyrir ýmsum verkefnum til að knýja fram breytingar. Hreyfiaflsverkefni á borð við Fjölmiðlaverkefni FKA og Jafnvægisvog FKA með stuðningi Forsætisráðuneytisins er gott dæmi um þetta. FKA þjónustar atvinnulífið og hefur samtalið við aðila atvinnumarkaðarins skilað ólíkum röddum við borðið. Í FKA eru nefnilega fjölbreyttur hópur kvenna og fjölmargar konur sem vilja vera í stjórnunarstöðum, stjórnum og koma að borðinu eða fram með sína sérfræðiþekkingu með einhverjum hætti. Félag kvenna í atvinnulífinu er stolt af því að vera alvöru hreyfiafl í íslensku samfélagi og leggur sitt að mörkum svo að þjóðin nái settum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðarinnar árið 2030.

@Fréttablaðið