Ef þú vilt starfa í nefnd, styrkja sjálfa þig og stórefla tengslanetið þitt skaltu endilega bjóða þig fram til að taka þátt í mikilvægu starfi FKA næsta vetur. Frestur til að tilkynna um framboð í nefndir er vika fyrir aðalfund eða miðvikudagurinn 3. júní.
Í FKA eru sex nefndir og þrjár virkar landsbyggðanefndir. Nefndir FKA eru kjörnar á aðalfundi og starfa að verkefnum sem þeim eru falin í samráði við og á ábyrgð stjórnar félagsins, skv. 11. gr. laga félagsins.
Konur sem gegnt hafa nefndarstörfum og hafa hug á því að starfa áfram þurfa að endurnýja framboð sitt.
Framboð til nefndarstarfa þarf að fylla inn í meðfylgjandi skjal á slóð HÉR.
Frestur til að tilkynna um framboð í nefndir er vika fyrir aðalfund eða miðvikudagurinn 3. júní.
Nánari upplýsingar um hlutverk nefnda má finna á heimasíðu FKA HÉR.
