Ratleikjaapp, 130 spurningaspil, nýsköpun og margt fleira í hlaðvarpsþætti með FKA-konunni Hafdísi Erlu Bogadóttur fumkvöðli.

Óli Jóns heldur áfram að ræða við skemmtilegar FKA konur og í þetta skiptið er það frumkvöðullinn Hafdís Erla Bogadóttir.

Þessa dagana er hún og hennar fólk að kynna nýtt Ratleikjaapp. Appið er unnið í samvinnu við sveitarfélög og er það Akranesbær sem ríður á vaðið í tengslum við Írska daga.

Hafdís Erla Bogadóttir stofnaði fyrirtækið Sýslu árið 2013. Einkunnarorð fyrirtækisins eru: SKÖPUN-VIRÐING-FRÆÐSLA.

Nánar um Hafdísi Erlu, fyrirtækið, 130 spurningaspilið, Ratleikjaappið og margt fleira er hægt að fræðast um HÉR í hlaðvarpinu.