FKA – konur í mannvirkjageiranum.


„Mig langar að kynnast og tengjast konum í FKA sem tengjast byggingariðnaði,“ sagði Heiðrún Erika félagskona í hádegisverði með stjórn FKA nýverið.


Þá var ekkert annað að gera en að hvetja hana og fleiri konur í mannvirkjaiðnaðinum að gera nákvæmlega það, þ.e. að tengjast og láta að sér kveða og nú hefur óformlegur FKA hópur kvenna sem tengjast mannvirkjaiðnaðinum verið myndaður.


„Ef þig langar að vera með okkur sendu okkur skilaboð – eða ef þú þekkir konu í þeim geira sem hefði gott/gaman af því að tengjast okkur,“ segir Heiðrún Erika Guðmundsdóttir, deildarstjóri í vísitölum hjá Hagstofu Íslands.


Hópur félagskvenna í byggingariðnaði og/eða mannvirkjagerð fóru saman á Mathöllina Borgartúni fyrir helgi. Í framhaldinu var búinn til hópur fyrir FKA konur sem eru í, eða hafa verið í byggingariðnaði eða mannvirkjagerð. Sömuleiðis fyrir konur sem hafa snertifleti við iðnaðinn eða mannvirkjagerðina í hvaða formi sem er. „Smiðir, málarar, rafvirkjar, dúkarar, píparar, verkfræðingar, tæknifræðingar, hönnuðir, konur í útboðsgerð og þær sem eru ótaldar hér, þið vitið hverjar þið eruð og eruð velkomnar.“

„Kynnumst, ræðum hvað er að gerast í byggingariðnaði, styrkjum hver aðra, byggjum upp þekkingu, vinnum að umbótum og gerum það sem hugur okkar stendur til sem bætir okkur og umhverfi okkar,“ segir í hópi á Facebook HÉR

„Spennandi tengslamyndunar tilraun og ég hvet konur í öðrum geirum til að fylgjast vel með og læra með okkur,“ segir Sigríður Hrund formaður FKA og eigandi Vinnupalla.

Frá vinstri á mynd: Heiðrún Erika Guðmundsdóttir, Ólöf Salmon Guðmundsdóttir, Kolbrún Rakel Helgadóttir, Sigríður Örlygsdóttir, Bergrós Björk Bjarnadóttir, Anna María Þorvaldsdóttir og Sigríður Hrund Pétursdóttir.

Heiðrún Erika Guðmundsdóttir er hagfræðingur, deildarstjóri í vísitölum á Hagstofunni og á kvöldin er hún að læra húsasmíði. Nánar um Heiðrúnu Eriku HÉR

fka #fkakonur #Hreyfiafl #sýnileiki #Tengslanet @Sigurlaug M. Jónasdóttir #Segðumér #RÚV #Rás1 @Heiðrún Erika Guðmundsdóttir @Ólöf Salmon Guðmundsdóttir @Kolbrún Rakel Helgadóttir @Sigríður Örlygsdóttir @Bergrós Björk Bjarnadóttir @Anna María Þorvaldsdóttir @Sigríður Hrund Pétursdóttir