FKA konur í mannvirkjaiðnaði á sýningunni Verk og vit.

FKA konur í mannvirkjaiðnaði á sýningunni Verk og vit.

Fyrra aðsóknarmet var jafnað á stórsýningunni Verk og vit sem var í Laugardalshöll dagana 24.-27. mars sl.

Alls komu um 25.000 gestir á sýninguna og var aðsóknin sú sama og á sýningunni 2018 en þá var aðsóknarmet slegið. Um eitthundrað sýnendur tóku þátt að þessu sinni og þar mátti sjá fjölmargar félagkonur FKA sem eru í mannvirkjageiranum. Verk og vit er ætluð þeim sem koma að byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð á ýmsum stigum, m.a. sveitarfélögum, verktökum, iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, menntastofnunum, hugbúnaðarfyrirtækjum, hönnuðum og ráðgjöfum – og þar eru FKA konur.


FKA konur í mannvirkjaiðnaði er hópur fyrir FKA konur sem eru í, eða hafa verið í byggingariðnaði eða mannvirkjagerð. Sömuleiðis fyrir konur sem hafa snertifleti við iðnaðinn eða mannvirkjagerðina í hvaða formi sem er. Smiðir, málarar, rafvirkjar, dúkarar, píparar, verkfræðingar, tæknifræðingar, hönnuðir, konur í útboðsgerð og þær sem eru ótaldar hér, þið vitið hverjar þið eruð og eruð velkomnar.


„Kynnumst, ræðum hvað er að gerast í byggingariðnaði, styrkjum hver aðra, byggjum upp þekkingu, vinnum að umbótum og gerum það sem hugur okkar stendur til sem bætir okkur og umhverfi okkar,“ segir í lokuðum hópi félagskvenna FKA sem eru í mannvirkjaiðnaði.

Það var félagkonan og ljósmyndarinn Alma Dögg Jóhannsdóttir sem náði hluta FKA kvenna í mannvirkjaiðnaði á mynd.

Til hamingju með flotta sýningu og flottan árangur kæru félagskonur.

FKA konur í mannvirkjaiðnaði HÉR

Fréttablaðið HÉR

Mynd // Alma Dögg Jóhannsdóttir

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #Verkogvit #FKA konur í mannvirkjaiðnaði