FKA norðurland hélt á dögunum vel heppnaða nýliðakynningu þar sem félagskonur gátu tekið með sér áhugasamar vinkonur sem vildu kynnast starfsemi félagsins.
Jóhanna Hildur formaður FKA norðurlands & eigandi Matlifun kynnti starfsemi félagsins á norðurlandi, markmið starfsársins og mikilvægi þess að félagskonur láti í sér heyra með viðburði og taki virkann þátt í að skipuleggja starfsárið.
Sigríður Hrund formaður FKA kynnti gildi FKA ásamt þeim stóru viðburðum sem eru framundan á komandi ári.
Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri hvatti félagskonur til að nýta tengslanetið og vera duglegar að nýta sér
Framkvæmdastjóri N4, María Björk Ingvadóttir fór yfir starfsemi N4 miðils og þeirra árangur í jafnréttismálum. Hún kynnti fyrir félagskonum leiðir sem þær geta verið sýnilegar á miðlum og leiðir sem eru vænlegar til árangurs.
Helena Guðmundsdóttir eigandi sykurverk kynnti brot af því besta af hennar ljúffengu vörum og sagði söguna á bakvið Sykurverk.
Viðburðurinn var haldinn á Múlabergi, Hótel KEA.
#FKAnorðurland #hreyfiafl #synileiki #N4 #sykurverk
