Þórdís
Lóa Þórhallsdóttir, stjórnarformaður FKA og
Brynja Guðmundsdóttir, forstjóri AZAZO, undirrituðu í dag samstarfssamning um
notkun FKA á AZAZO CoreData og öðrum hugbúnaðarlausnum AZAZO. Samningurinn var undirritaður
rafrænt með AZAZO Sign.
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, segir samninginn „ nýtast
gríðarlega vel í utanumhaldi starfs og vera liður í innleiðingu góðra
stjórnarhátta. Kerfið verður innleitt í stjórn, deildir, ráð og nefndir. Kerfið auðveldar utanumhald funda,
einfaldar samskipti og lykilinn er að þessi vinna verður varðveitt óháð
mannabreytingum. Þetta verður bylting í eflingu starfs FKA fyrir framtíðina.“
Lausn við
þekkingartapi fyrirtækja og félagasamtaka
„FKA mun geta haldið betur utan um þekkingu og reynslu sjálfboðaliða félagsins
þrátt fyrir mannaskipti og breytingar. Við ráðgjöf okkar innan fyrirtækja og
stofnanna hefur tap á þekkingu með brotthvarfi starfsmanna verið nefnd sem ein
stærsta áskorunin í daglegum rekstri. Við teljum að AZAZO CoreData sé lausn við
því vandamáli“ segir Brynja Guðmundsdóttir forstjóri AZAZO. „Með betri stjórn
upplýsinga og gagnsærri starfsemi verður rekstur FKA skilvirkari og betri.
Vinnuumhverfi starfsmanna og sjálfboðaliða mun einnig batna til muna“, segir
Brynja.
Samningurinn kveður á um notkun FKA á hugbúnaði frá AZAZO til að halda
utan um og varðveita öll gögn félagsins, skipulagningu viðburða og utanumhald
funda hjá stjórn, deildum, nefndum og ráðum FKA.
Um AZAZO
AZAZO er íslenskt hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki sem
sérhæfir sig í stjórnun og varðveislu upplýsinga og gagna. Fyrirtækið hefur
þróað upplýsinga- og verkefnastjórnunarkerfið AZAZO CoreData sem er notað af
mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. AZAZO býður einnig upp á
sjálfstæðar lausnir eins og AZAZO Sign, rafrænar undirskriftir og AZAZO
BoardMeetings, sérstaka vefgátt fyrir starfsemi stjórna fyrirtækja auk annarra
sértækra lausna. Ráðgjafasvið AZAZO aðstoðar við hugbúnaðarinnleiðingu og
veitir ráðgjöf við hagræðingu og skilvirkni í rekstri.
Vörslusetur fyrirtækisins, Gagnavarslan, sérhæfir sig í
meðhöndlun og varðveislu gagna í sérhæfðu húsnæði auk skönnunar og prentunar.
Hjá AZAZO starfa um 50 manns í sex löndum. Forstjóri er
Brynja Guðmundsdóttir, hún er jafnframt stofnandi fyrirtækisins.
FKA fagnar samstarfinu og kynnir með stolti samstarfsaðilan AZAZO.