FKA og Íslandsbanki undirrita áframhaldandi samstarf

Íslandsbanki og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hafa undirritað nýjan samstarfssamning en bankinn hefur verið aðalstyrktaraðili félagsins frá árinu 2010. Samningurinn er til þriggja ára.

_D4M4937

Markmið samningsins er að stuðla að því að
efla félagið og leggja áherslu á að miðla fjármálatengdri þekkingu og reynslu
til félagskvenna í formi samvinnuverkefna, viðburða og fræðslu.

Rakel
Sveinsdóttir, formaður FKA:

„Stuðningur
Íslandsbanka hefur verið félaginu afar mikilvægur síðustu árin, enda hefur
félagið eflst mjög hin síðustu ár og stendur nú sem eitt mikilvægasta hreyfiafl
kvenna í atvinnulífinu á Íslandi. Meginmarkmið félagsins er að auka á hlutdeild
kvenna í stjórnunarstöðum og þétta raðirnar okkar sem öflugt tengslanet. Þar
hefur Íslandsbanki verið til fyrirmyndar í samstarfi, enda bankinn leiðandi í
jafnréttismálum og þá ekki síst í því markmiði að réttur kynja í ráðningum og
til starfsþróunar sé jafn. Áframhaldandi samstarf FKA við Íslandsbanka er því
mikið fagnaðarefni og felur í sér stuðning við okkar starf í víðtækri
merkingu.“

Birna
Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Við
höfum unnið markvisst að því að jafna hlut kynjanna hjá okkur í Íslandsbanka og
uppskerum við í dag eftir því. Það er okkur mikilvægt að sýna gott fordæmi
þegar kemur að jafnréttismálum enda skiptir það öll fyrirtæki máli að fleiri
konur stýri peningum og sitji í stjórnunarstöðum á Íslandi. Farsælt og gott
samstarf við FKA hefur verið okkur mikilvægt í þeirri vegferð.“