FKA sækir á erlenda markaði – Osló og Aþena

Heilar og sælar FKA konur

Við minnum á að forskráningu er að ljúka í viðskiptaferðina til Noregs og á Global Summit sem alþjóðanefndin stendur fyrir þar þar sem komið verður á viðskiptastefnumótum í Osló og Aþenu ásamt fleiru en hægt er að fara á annan hvorn staðinn eingöngu. Við viljum stuðla að sókn á erlenda markaði fyrir FKA konur og er þessi ferð þáttur í þvi.

Ferðin stendur frá 28.maí – 3. júní – sjá meðfylgjandi auglýsingu – smelltu hér.

Viðskiptastefnumótin verða m.a. unnin með norsku og grísku viðskiptaráðunum og leggjum við mikla áherslu á að klæðskerasníða ferðina að þörfum hverrar og einnar. Það er því mikilvægt að skrá sig sem fyrst til að allur undirbúningur verði sem markvissastur.

Forskráningu lýkur mánudaginn 23.apríl.

Ef frekari fyrirspurnir vakna þá endilega hafið samband við undirritaða.

Einnig viljum við minna á að Bresk-íslenska viðskiptaráðið í góðri samvinnu við Íslandsstofu stendur fyrir morgunfundi þann 25. april. Fundurinn er fyrir fyrirtæki sem hyggja á viðskipti í Bretlandi hagnýtar upplýsingar sem nýtast í daglegu starfi. Sjá ítarlegri upplýsingar með því að smella hér.

Bestu kveðjur
Ingibjörg Gréta
formaður alþjóðanefndar
igg@reykjavikrunway.com
695-4048