FKA sendinefnd tók þátt í Global summit

Fimm kvenna sendinefnd FKA fór á Global Summit of Women í lok maí sem haldin var í Aþenu að þessu sinni.

Þetta voru þær Rúna Magnúsdóttir, Jónína Bjartmarz, Helga Birgisdóttir, Ingibjörg Gréta Gísladóttir og Rannveig Grétarsdóttir.  Sóttu þær fjölda fyrirlestra og málstofur og voru  með bás á ráðstefnunni þar sem vörur þeirra og þjónusta voru til sýnis og sölu. Rannveig sem hlaut FKA viðurkenningu 2012 var einnig kynnt sérstaklega í Parade of Business Leaders á opnunarhátíð ráðstefnunnar. 

Aðspurðar eru þær mjög ánægðar með árangurinn en hópurinn hitti margar konur sem þær hafa nú þegar stofnað til viðskiptasambands við og munu næstu vikur fara í að vinna úr þeim gögnum og tengslum.

Næsta Global Summit of Women verður í Malasíu í júní 2013