FKA stefnumótun veturinn 2016 – Viltu leggja þitt á vogarskálarnar?

22. febrúar 2016

Kæra félagskona

Á aðalfundi 2015 var kynnt að FKA myndi halda í stefnumótun veturinn 2015-2016.  Í vetur hefur verið unnið að undirbúningi nýrrar stefnumótunar og var fyrsti fasi haldinn að Kríunesi í byrjun janúar síðastliðinn. Að þeirri vinnu komu stjórn FKA og fulltrúar deilda og nefnda félagsins, auk Guðrúnar Ragnarsdóttur, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu, sem jafnframt stýrði stefnumótuninni.

Nú er komið að næsta fasa í stefnumótunarvinnu FKA og viljum við bjóða áhugasömum félagskonum að leggja sitt á vogarskálarnar í uppbyggingu félagsins.

Í síðustu stefnumótun, sem unnin var árin 2013-2014, skerptum við á hlutverki og tilgangi félagsins. Við skerptum á hlutverkum nefnda og útfærðum gildi félagsins, sem við byggðum á skammstöfuninni FKA: Framsækni, Kunnátta, Afl.

Eftir vinnutörnina í Kríunesi með lykilaðilum deildar- og nefndarstarfi félagsins hefur stjórn ákveðið að ramma nálgunina inn í eftirfarandi viðfangsefni:

 

  1. Hlutverk (mission) og gildi
  2. Skipulag – landsbyggðin – systra/dótturfélög erlendis – fjármagn
  3. Markaðsmál og sýnileiki
  4. FKA Youth og tenging við reyndari félagskonur
  5. Jafnrétti – fjölgun kvenna í ábyrgðarstöður/fjölmiðlum – rannsóknir

 

Hópstjórarnir eru stjórnarkonur FKA og hefur nú verið útbúin tímasett áætlun sem lögð verður fyrir vinnuhópana. Hópunum verður skipt niður eftir viðfangsefnum að ofan. Vinnulotan fer fram næsta mánuðinn og er lokaútkoman tímasettri aðgerðaráætlun sem fylgt verður úr hlaði í upphafi starfsársins, haustið 2016.

Ef þú hefur áhuga að taka þátt, vinsamlegast sendu póst á framkvæmdastjóra félagsins hulda@fka.isfyrir lok vikunnar, eða í lok föstudagsins 26. febrúar.  Taktu gjarnan fram hvaða viðfangsefni þú vilt tileinka þér sérstaklega.

Kær kveðja

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður FKA