FKA hélt í dag fund og kynningu á stöðu kvenna og jafnréttismálum á Íslandi fyrir samtökin 3F sem voru hér á landi í nokkurra daga heimsókn.
Fulltrúar samtakanna kynntu sér starfssemi FKA, sögu jafnréttis á Íslandi sem og jafnréttislöggjöf þar sem þeir sögðu að Ísland væri fyrirmynd þeirra í þessum efnum.
Varaformaður FKA, Guðrún Ragnarsdóttir ræddi “Equality is a never-ending journey” ásamt því að kynna hreyfiaflverkefnið Jafnvægisvogina.
Framkvæmdastjóri FKA, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir ræddi “Women and Diversity” ásamt því að kynna starfssemi FKA.
Ísland er í efsta sæti yfir jöfnuð milli kynjanna í heiminum árið 2018 samkvæmt mælingu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum), níunda árið í röð.