FKA Vesturland fagnar nýju starfsári með því að bjóða allar FKA konur til mikilvægasta fundar dagsins.

Mikilvægasti fundur dagsins! Hádegisfundur 15. janúar 2021 kl. 12.00 – þar sem við gerum markmið okkar skýr fyrir árið og setjum okkur sjálfar í forgang.


Við getum allar tekið undir það að heilsutengd lífsgæði eru mikils virði og skilar okkur margfalt tilbaka í vellíðan, athafnasemi og góðum samskiptum. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægara að fjárfesta í heilsunni. Góð heilsa er góður „business“.

Nóg pláss í boði en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, hér !

Félagskonan Birna Bragadóttir starfar sem ráðgjafi á sviði vinnustaðamenningar, stjórnunar og jafnréttismála hjá Befirst. Birna er stjórnarformaður Hönnunarsjóðs og situr í stjórn Gagnaveitunnar.


Birna er jafnframt markþjálfi frá Coach University og Landvættaþjálfari hjá Ferðafélagi Íslands. 

Kær kveðja!

FKA Vesturland.

Birna Bragadóttir

Stjórn

FormaðurSandra Margrét Sigurjónsdóttir, Akranesi
RitariBjörg Ágústsdóttir, Grundarfirði
SamskiptatengillAnna Melsteð, Stykkishólmi
GjaldkeriGyða Steinsdóttir, Stykkishólmi
MeðstjórnandiIngibjörg Valdimarsdóttir, Akranesi