Hin árlega FKA viðurkenningarathöfn fer fram kl. 16:30 fimmtudaginn 28. janúar 2016 í Norðurljósasal Hörpu (Veitingar og tengslamyndun í boði frá kl. 16:00).
Dómnefnd hefur nú verið valin til að fara yfir tilnefningar sem berast og er hægt að tilnefna konur í atvinnulífinu í þremur flokkum. Frekari upplýsingar má nálgast hér að neðan.
Athugið að tilnefningarhlutanum lýkur 15. nóvember.
SMELLTU HÉR TIL AÐ TILNEFNA
FKA VIÐURKENNINGAR FYRIR ÁRIÐ 2015
Dómnefnd 2016 skipa:
- Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja hf.
- Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips
- Linda Pétursdóttur, athafnakona og fyrrum formaður FKA
- Sævar Frey Þráinsson, forstjóri 365 Miðlar ehf.
- Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri og eigandi Kjörís ehf.
- Ingibjörg Guðmundsdóttir, stjórn FKA, eigandi DMC I Travel/Skemmtigarðurinn ehf.
- Kolbrún Víðisdóttir, stjórn FKA, frkvstjóri Heilsumiðstöðvarinnar og eigandi Svartækni ehf.
Þær viðurkenningar sem veittar verða eru eftirfarandi:
FKA viðurkenningin
Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.
FKA þakkarviðurkenning
Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.
FKA hvatningarviðurkenning
Hvatningarviðurkenningin er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði.
**
VIÐURKENNINGARHAFAR FRÁ UPPHAFI – SMELLTU HÉR
**
Valkvætt er að senda inn tilnefningu í einum flokki eða öllum og eru viðmið fyrir hvern flokk kynnt betur við hvern flokk.
Takk fyrir þátttökuna!