FKA viðurkenningahafar ársins hittust hjá Ástu Fjeldsted í Festi.

Stjórn FKA og viðurkenningarhafar styrkja böndin þegar FKA Viðurkenningarhafinn Ásta S. Fjeldsted tók á móti hópnum.

Grace Achieng sem heiðraðar voru á hátíðinni í upphafi árs þær Grace Achieng, Ásta S. Fjeldsted, Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir.

FKA Viðurkenningarhátíðin er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Veittar eru viðurkenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.

Það voru þær Ásta S. Fjeldsted, Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir og Grace Achieng sem heiðraðar voru á hátíðinni í upphafi árs á viðburði sem fór fram á Hótel Reykjavík Grand.

Ásta S. Fjeldsted hlaut FKA viðurkenningu 2023 sem veitt er fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir hlaut Þakkarviðurkenningu FKA 2023 sem er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf stjórnanda í atvinnulífinu.

Grace Achieng hlaut Hvatningarviðurkenningu FKA 2023 sem er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði.

Þáttur um Viðurkenningarhátíð FKA 2023 var á Hringbraut mánudaginn 6. febrúar 2023. Horfa HÉR

Öll kyn úr framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs mæta árlega á Viðurkenningarhátíð FKA, húsfyllir og margt er um að vera. Sú hefð hefur því skapast að stjórn og viðurkenningarhafar hittist eftir hátíðina með hækkandi sól, njóti stundarinnar saman og styrki böndin.

Það var gert í dag þegar FKA Viðurkenningarhafinn Ásta S. Fjeldsted tók á móti hópnum. Þess má geta er að stjórnarkona FKA, Guðrún Gunnarsdóttir deildarstjóri Fastus var formaður dómnefndar og var Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður og fyrrverandi forstjóri Icepharma og framkvæmdastjóri FKA með í för.Takk fyrir daginn flottu fyrirmyndir!
Hugheil kveðja frá FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu

@Silla Páls ljósmynd

Upptaka af allri Viðurkenningarhátíðinni HÉR

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAViðurkenningarhátíðin2023 #FKAViðurkenningarhátíð2023 #FKAViðurkenningarhátíð #FKAþakkarviðurkenning #FKAviðurkenningin #FKAhvatningarviðurkenning #HótelReykjavíkGrand Guðfinna Bjarnadóttir #Hringbraut Silla Pals Asta S. Fjeldsted Grace Achieng #Festi #gracelandic #magnavita Unnur Elva Arnardottir @Margrét Guðmundsdóttir Andrea Róbertsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir @Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir