FKA viðurkenningar – 23. janúar 2020
Viðurkenningarhátíð FKA er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar.
Veittar eru viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.
FKA viðurkenningin er veitt í þremur flokkum:
FKA viðurkenning
Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.
FKA þakkarviðurkenning
Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.
FKA hvatningarviðurkenning
Hvatningarviðurkenningin er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði.