FKA Viðurkenningarhátíðin verður haldin við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 25. janúar nk. í Hörpu.
Dómnefnd tók til starfa í byrjun nóvember og átti ekki auðvelt val fyrir höndum því alls 128 rökstuddar tilnefningar bárust FKA.
Í dómnefnd sátu:
- Áshildur Bragadóttir, stjórnarkona FKA og forstöðumaður Höfuðborgastofu
- Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins
- Herdís Jónsdóttir, stjórnarkona FKA og forstjóri og eigandi Happy Campers
- Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS
- Jónína Bjartmarz, formaður Atvinnurekendadeildar FKA og framkvæmdastjóri Okkar Konur Kína ehf
- Liv Bergþórsdóttir, forstjóri NOVA
- Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri Senu
Við þökkum dómnefnd fyrir vel unnin störf og vandaða vinnu. Formaður FKA hefur nú haft samband við viðurkenningarhafa en við hlökkum til að kynna hvaða konur hljóta viðurkenninguna í janúar næstkomandi.
FKA viðurkenningin er veitt í þremur flokkum:
FKA viðurkenningin
Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.
FKA þakkarviðurkenningin
Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.
FKA hvatningarviðurkenningin
Hvatningarviðurkenningin er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði.
Taktu frá daginn fyrir Viðurkenningarhátíð FKA 2017