FKA viðurkenningin 2013

 

Hin árlega FKA hátíð fer fram miðvikudaginn 30. janúar og hefst athöfn kl. 16:30 í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Veitt verða eftirfarandi verðlaun: 

  • FKA viðurkenningin 2013
  • Hvatningarviðurkenning FKA
  • Þakkarviðurkenning FKA
  • Gæfusporið

Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra flytur ávarp og afhendir verðlaunin auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar og ljúfa tóna.

Húsið opnar klukkan 16:00 og gert ráð fyrir að athöfn, myndaka og óformlegt spjall að lokinni formlegri afhendingu ljúki um 18.00. Að lokinni athöfn verður viðurkenningarhöfum boðið til hátíðarkvöldverðar með félagskonum.

Skráning er nauðsynleg í kvöldverðinn – sjá auglýsingu fyrir Iðnó – smelltu hér.

Boðskort á athöfnina hafa verið send til félagskvenna og annarra boðsgesta. Við hvetjum ykkur til að mæta og fagna nýju ári á uppskeruhátíð félagsins.