Formaður FKA og ráðherra jafnréttismála í Svíþjóð funduðu saman nú á dögunum.
Í tengslum við ráðstefnuna #METOO Moving forward sem haldin verður hér á landi dagana 17. til 19. september 2019, óskaði sænski sendiherrann á Íslandi eftir því að FKA tæki þátt í óformlegum fundi í sendiherrabústaðnum á Fjólugötu 9 með ráðherra jafnréttismála í Svíþjóð. Åsa Lindhagen, ráðherra jafnréttismála í Svíþjóð og formaður FKA, Hulda Ragnheiður átti þar áhugavert samtal um jafnréttismál og tækifæri til samstarfs um málefni sem þeim tengjast.