Íslandsbanki og FKA í samstarfi viðOpna háskólann í HR standa fyrir námskeiði í gerð viðskiptaáætlana og í framhaldi af því samkeppni um bestu viðskiptaáætlunina, fyrir konur. 2.000.000 í boði fyrir bestu viðskiptaáætlunina
- Námskeið í gerð viðskiptaáætlana hefst 29. janúar og stendur til 26. febrúar.
- Námskeiðið er alls 27 klst.
- Kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.15 – 20.15
- Íslandsbanki niðurgreiðir 50% af námskeiðsgjaldi og þarf ein kona með viðskiptaáætlun aðeins að greiða 45.000 kr. fyrir þátttöku í staðinn fyrir 90.000 kr. Tvær konur með eina viðskiptaáætlun greiða aðeins 74.250 kr. fyrir tvö sæti á námskeiði í staðinn fyrir 148.500 kr.
Athugið: Ef tvær konur koma með eina viðskiptaáætlun saman á námskeiðið þá þarf að skrá annað nafnið undir “Annað sem umsækjandi vill koma á framfæri” við skráningu. - Íslandsbanki niðurgreiðir námskeiðið um 50% sem dregst frá gjaldinu.
- Ekki er nauðsynlegt að vera í FKA til að skrá sig á námskeiðið, né að vera viðskiptavinur Íslandsbanka til að fá niðurgreiðsluna.
- Viðskiptaáætlanirnar eru metnar af matsnefnd í lok námskeiðs og 5 bestu viðskiptaáætlanirnar komast áfram í vinnustofu.
- Að lokum verður besta áætlunin valin og fær hún 2.000.000 í styrk frá Íslandsbanka.
- Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 22. janúar 2013.
Námskeiðið og kennararnir
Í boði er faglega unnið námskeið þar sem leitast er við að bjóða þátttakendum bestu kennara sem völ er á í faginu.
Inntökuskilyrði: Þátttakandi þarf að hafa viðskiptahugmynd til að vinna með. Skila þarf inn grófri skilgreiningu á hugmyndinni á einni síðu við skráningu. Þátttakandi skuldbindur sig til að vinna að gerð viðskiptaáætlunarinnar heima.
Nánari upplýsingar: Særún Ósk Pálmadóttir hjá Opna Háskólanum í Háskólanum í Reykjavík í síma 599 6342 eða með tölvupósti á saerunosk@hr.is.