Framkvæmdastjórnir eru þeir aðilar sem sjá um ráðningar starfsfólks inn í fyrirtækin og sjá um framgöngu starfsmanna …

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi var með áhugavert erindi á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar 14. október undir yfirskriftinni ,,Jafnrétti bætir árangur”.

„Mér fyndist til þess að koma jafnréttinu betur á þá þyrftum við að hafa kynjahlutföllin jöfn í framkvæmdastjórnum. Og það stafar af því að framkvæmdastjórnir eru þeir aðilar sem sjá um ráðningar starfsfólks inn í fyrirtækin og sjá um framgöngu starfsmanna en ekki stjórnir,“ segir Rannveig í kvöldfréttum RÚV að erindinu loknu.

Nánar um frétt RÚV HÉR

Eru þá karlar að ráða frekar karla?

„Já, ég held að það sé bara með okkur öll að við erum líklegri til að ráða þann sem er líkur okkur sjálfum. Og ég held að fólk fari inn í ráðningarviðtöl með ákveðið hjálpartæki. Þú ert með spegil sem þú getur speglað þig í. “

May be an image of 1 einstaklingur, standing og innanhúss
May be an image of einn eða fleiri

May be an image of einn eða fleiri

Rannveig hefur verið forstjóri ISAL í Straumsvík í hartnær 25 ár en hún var fyrsta konan sem var ráðin forstjóri stórfyrirtækis á Íslandi. Frá því Rannveig tók við starfi forstjóra hafa jafnréttismál verið í forgangi og í erindi sínu fjallar hún um ávinninginn af því fyrir reksturinn að setja jafnréttismál í forgrunn og um áskoranir og leiðir við að ná fram fullu jafnrétti kynjanna.

May be an image of 10 manns og texti

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #sýnileiki #Tengslanet #JafnvægisvogFKA #JafnvægisvogFKA2021 #RÚV @Rannveig Rist