FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
Síðastliðin sex ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Að þessu sinni komust 682 fyrirtæki á listann af þeim 35.842 sem skráð voru í hlutafélagaskrá.
Í ár voru það 682 fyrirtæki af 35.842 sem skráð eru í hlutafélagaskrá sem stóðust styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2015.
Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að sýna stöðugleika í rekstri og eru líkleg til að efla hag hluthafa og fjárfesta. Sérstakir samstarfsaðilar Creditinfo vegna Framúrskarandi fyrirtækja eru Samtök Atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Félag kvenna í atvinnulífinu og Viðskiptaráð Íslands.
Hér má sjá lista yfir þessi fyrirtæki en einnig er hægt að nota leitina til að sjá hver hafa hlotið nafnbótina fyrri ár – SMELLTU HÉR