Fréttamolar FKA apríl 2015

Fréttamolar FKA apríl 2015 – Gleðilegt sumar!

 
 

Ný stjórn LeiðtogaAuðar

 
 
  Aðalfundur LeiðtogaAuðar fór fram nýlega og var ný stjórn kjörin og framboð endurnýjuð í nefndir. Nýjar í stjórn eftir fundinn eru Guðný Benediktsdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ. Úr stjórn fara Hrönn Greipsdóttir, fjárfestingarstjóri Arev & Sigþrúður Guðmundsdóttir, ráðgjafi.  
 
  Frétt um málið – Smelltu hér  
   
 
 

Aðalfundur Atvinnurekendadeildar 7. maí

 
 
  Fimmtudaginn 7. maí verður aðalfundur Atvinnurekendadeildar haldinn í Húsi atvinnulífsins, 1. hæð. Atvinnurekendadeildn er opin öllum félagskonum í FKA sem starfa fyrir eigin reikning, á sérstakri kennitölu, hafa reksturinn að aðalstarfi og eru með mannaforráð eða stefna að mannaforráðum. Við hvetjum konur sem hafa áhuga og tengjast deildinni að gefa kost á sér til stjórnarsetu með því að setja sig í samband við formann deildarinnar Jónínu Bjartmarz.  
 
  Hér má nálgast samþykktir, félagatal, um stjórn og inntökuskilyrði deildarinnar  
   
 
 

Aðalfundur FKA – miðvikudaginn 13. maí 2015

 
 
  Miðvikudaginn 13. maí fer fram aðalfundur FKA. Að venju hvetjum við konur til að íhuga framboð til stjórnar- eða nefndarstarfa fyrir komandi starfsár. Þær sem gefa kost á sér til stjórnar fá tækifæri til að senda kynningarbréf og þær nefndarkonur sem hafa áhuga á að starfa áfram fyrir félagið verða að endurnýja framboð sitt. Sérstakur póstur með ítarlegri upplýsingum fer út vegna þessa í vikunni.  
 
  Samþykktir félagsins – Smelltu hér  
   
 
 

Nordic Business Report – Top 20 Women in Business in N-Europe

 
 
  Á dögunum vorum við tilnefndar inn í dómnefnd hjá Nordic Business Report af Viðskiptaráði. Tímaritið er gefið út í Finlandi, Eistlandi og Rússlandi í 90.000 eintökum og einnig rafrænt. Með þátttöku gefst okkur kostur á að velja ásamt öðrum Top 20 Women in Business í Norður Evrópu. Formaður FKA situr í dómnefnd þetta árið og við sjáum til þess að leitað sé eftir fjölbreyttum tillögum í aðdragandanum. Verkefnið nær til níu landa og hver þjóð setur fram sinn fulltrúa svo fer vinna í gang við að velja og hafna. Þetta er gott dæmi um samstarfsverkefni sem eflir tengsl og starf FKA á alþjóðavettvangi.  
 
  Rafræn útgáfa Nordic Business Report – Smelltu hér  
   
 
 

FKA flutt í Hús atvinnulífsins Borgartúni 35

 
 
  Um áramótin fluttum við starfsemi félagsins úr Húsi verslunarinnar í Hús atvinnulífsins að Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Skrifstofan okkar er á 3. hæðinni, en á fyrstu hæðinni er sameiginleg móttaka. Þar er að finna góðan fundarsal og fundarherbergi. Einnig er þar fínasta aðstaða til að tylla sér niður og þiggja kaffi/te og funda með óformlegri hætti. Verið hjartanlega velkomnar í hús.  
 
   
   

Afsláttarkjör FKA kvenna

  Að lokum er rétt að minna á afsláttarkjör til félagskvenna. Ákveðin FKA fyrirtæki veita afsláttarkjör allan ársins hring. Munið að framvísa félagsskírteini ykkar þegar verslað er á eftirfarandi kjörum eða takið fram tengslin.  
 
  Afsláttarkjör – smelltu hér