Full af krafti og fannst hún alltaf geta sigrað heiminn eftir fund eða viðburð hjá Félagi kvenna í atvinnulífinu, FKA.
Katrín Petersen FKA kona og markaðsfræðingur og Berglind Guðmundsdóttir, eigandi uppskriftasíðunnar Gulur, rauður, grænn & salt, hjúkrunarfræðingur og lífskúnstner eru konurnar á bakvið Brönsklúbbinn.
Laugardaginn 26. nóvember næstkomandi verður Brönsklúbburinn haldinn með pompi og prakt í Gamla bíói. „Brönsinn samanstendur af góðum mat, sjálfsstyrkingu, skemmtun, tónlist og að sjálfsögðu búbblum. Eins og segir í kynningu á tix.is um viðburðinn er Brönsklúbburinn staður þar sem konur koma saman og eiga góða stund, fá hvatningu til að eflast og setja fókusinn á jákvæðu hlutina í lífinu.“
Hvernig kviknaði þessi hugmynd þín um Brönsklúbbinn, Katrín?
„Ég var í stjórn FKA Framtíðar, sem er fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi. Það er lögð mikil áhersla á að félagskonur efli hver aðra og ég fann það alltaf þegar ég var búin að funda með stjórninni eða vera á viðburðum á vegum FKA hvernig ég kom full af krafti út af þeim. Maður var svo peppaður að manni fannst maður geta sigrað heiminn…“ segir Katrín Petersen.

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAframtíð
Þetta er brot úr ítarlegra viðtali sem finna má á vef Birtings.
Texti: Guðrún Óla Jónsdóttir,
Myndir: Íris Dögg Einarsdóttir, Fatnaður á forsíðumynd: AndreabyAndrea
#Birtingur @Guðrún Óla Jónsdóttir @Íris Dögg Einarsdóttir #AndreabyAndrea #Brönsklúbburinn @Katrín Petersen @Berglind Guðmundsdóttir #Gulu,rauður,grænn&salt #Gamla bíói