Konur eru konum bestar: Gamaldags viðhorf og mýtur
Formaður FKA ásamt varaformanni ræddu meðal annars nýlega rannsókn á einkennum og bakgrunni forystufólks í atvinnulífínu hérlendis í Samfélaginu á RÚV í gær.
Smelltu hér til að hlusta – Samfélagið Rás2


**
Þegar skoðað er hverjir eru æðstu stjórnendur í stærstu fyrirtækjum landsins kemur í ljós að einn af hverjum tíu er kona. Þessar konur eru yngri en karlarnir, með meiri menntun, oftar einhleypar, en samt með fleiri börn á heimilinu og gegna gjarnan ólíkum stöðum en karlarnir, til dæmis eru algengara að þær séu í forsvari í mannauðs og starfsmannamálum. Í nýlegri rannsókn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur, prófessora við félagsvísindadeild HÍ kemur þetta fram og ýmislegt fleira athyglisvert fram þegar rannsakaður er bakgrunnur og einkenni forystufólks í íslenskum fyrirtækjum.
Til að fara yfir niðurstöður rannsóknarinnar kíktu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu og Kolbrún Hrund Víðisdóttir, framkvæmdastjóri Heilsumiðastöðvarinnar og varaformaður FKA í heimsókn í Samfélagið.