Geggjaða gengið bakvið Stjórnandann á Hringbraut & Viðurkenningarhátíð FKA.

Ekki missa af FKA Viðurkenningarhátíð FKA á Hringbraut miðvikudaginn 27. janúar 2021.

Viðurkenningarhátíð FKA í ár verður sjónvarpsþáttur í umsjón Sigmundar Ernis Rúnarssonar og Huldu Bjarnadóttur sem verður sýndur á Hringbraut miðvikudaginn 27. janúar 2021 kl. 21.00.

Stjórn framleiðslu í höndum Elínar Sveinsdóttur og svo er það þau Ásthildur Gunnlaugsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Gunnar Anton Guðmundsson, Björn Sigurðsson og Guðmundur Örn Jóhannsson – svo við tökum fram  nokkur nöfn sem hafa massað málin með Huldu Bjarna og skrifstofu FKA.

Góður sprettur með Hringbraut!