Gleðilegt stefnumótunarferli! Sæti í stefnumótunarhópi FKA laus til umsóknar.

Gleðilegt stefnumótunarferli!


Stórglæsilegur og þéttur stefnumótunardagur var haldinn haustið 2019 og þegar það átti að fara að vinna markvisst með gögn og út frá aðgerðarlistum skall á heimsfaraldur sem hefur heldur betur breytt landslaginu í stóru og smáu.

Það verður því talið í gróskumikið stefnumótunarferli aftur þetta haustið og óskar stjórn FKA eftir félagskonum sem vilja mynda hóp sem tekur um taumana í þeim efnum.

Hlutverk FKA
– FKA er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins.
– FKA er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins.
– FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku.Félagskonur eru og móta félagið, hér eigum við allar erindi til að móta starfið og félagið okkar í takt við nýja tíma sem styður við og endurspegla bæði ofangreind hlutverk FKA sem og gildi FKA – sem eru Framsækni, Kunnátta og Afl. En þetta á í sífellu að endurskoða og endurmóta.. Starfsemi FKA HÉR

Það er óhætt að segja að margt hafi breyst á tímum Covid. Á stefnumótunardegi FKA haustið 2019 var til að mynda ein félagskona þátttakandi í gegnum netið en í dag væru þær vafalítið fleiri. Gott dæmi um breyttan veruleika og mikilvægi að ræða hæfniþætti og áskoranir – en einnig tækifæri í takt við nýja tíma.

Félagskonur hafa fylgst með Elfi Logadóttur félagskonu sem hefur verið að leiða ,,Litlu stefnumótunarnefndina“ og fleiri verkefni. Elfur hefur þurft að minnka við sig í FKA starfinu vegna góðrar verkefnastöðu (hamingjuóskir!) og við félagskonur þurfum að halda áfram þeirri vinnu og því leitum við til félagskvenna með verkefnið sem er að leiða og móta stefnumótunarferlið sem framundan er.

Hugmyndir eru upp um að vera með opinn stefnumótunarfund þar sem við munum draga fram hugmyndir og vilja, áherslur og stefnu. Í framhaldinu af stefnumótunarfundi á haustmánuðum verður vinnufundur eftir áramót og strúktúraður stefnumótunarfundur með úrvinnslu þar sem lokadrög verða lögð fram til rýni í mars og aðgerðir teknar í tempói og takti við lög félagsins HÉR

Allt ferlið auglýst nánar þegar við fyllum stefnumótunarhópinn!

Áhugasamar félagskonur geta sent umsókn á fka@fka.is með yfirskrift „Umsókn um sæti í stefnumótunarhópi FKA 2023“

Umsóknarfrestur til og með föstudagsins 7. október 2022.

Fjárfestu í sjálfri þér!

Kær kveðja frá stjórn FKA.

Stjórn FKA 2022-2023

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #sýnileiki #Tengslanet