GLOBAL SUMMIT of WOMEN (GSW) í Dubai 4.- 6. maí n.k.

Frá Alþjóðanefnd FKA//

Stóra alþjóðlega kvennaráðstefnan GLOBAL SUMMIT of WOMEN (GSW) verður haldin í Dubai dagana 4.- 6. maí n.k.

Ráðstefna þessi hefur verið haldinn frá 1990 – fyrst annað hvert ár, en frá 1999 á hverju ári – alltaf í sitthverju landinu og í öllum heimsálfum. 

Tengsl FKA við þessa ráðstefnu hafa lengstum eða allt frá 2001 verið nokkuð náin þar sem félagið okkar var lengi meðal „Global members“ ráðstefnunnar og á liðnum árum hafa oft margar FKA konur sótt hana  – flest 18 félagskonur í Barcelona 2002.   

Auk þessa þá hefur  undirrituð  síðan 2001 átt sæti í IPC – International planning ommittee ráðstefnunnar. 

Alþjóðanefnd hefur heyrt af einhverjum félagskonum (og öðrum)  sem eru áhugasamar  um að taka þátt í ráðstefnunni í Dubai –  og grunar að þær gætu verið fleiri. Því viljum við  kanna hvort forsendur séu fyrir eins konar FKA sendinefnd á GSW í  Dubai.  – Til að hægt sé að kanna með hópafargjald í flugi verða a.m.k. 10 konur að ætla að fara. 

Hugmyndin er að ef 10 eða fleiri ákveða að fara þá verði lagt upp með lengri ferð (en bara þessa 3 ráðstefnudaga plús ferðadaga)  eða allt að 8 daga í allt og að  skipuleggja og bóka  margháttaðar skoðunarferðir í Dubai  og nágrenni og til Abu Dabí  e.a. fyrir eða eftir ráðstefnudagana. Loks er vert að geta þess að ráðstefnan gerir ráð fyrir  að makar, dætur, synir þátttakenda geti tekið þátt,  þ.e. í kvöldverðunum þremur  – en ekki í dagskránni að öðru leyti. Ef einhver FKA þátttakenda kýs að hafa með maka eða uppkomin börn – þá yrði einnig gert ráð fyrir þeim í skoðunarferðir. 

Áhugasömum um GSW í Dubai bent á að hafa samband við Jónínu Bjartmarz /  jonina@icelandeuropetravel.com

Sjá HÉR GSW ráðstefnulink með flestum nánari upplýsingum og viðhengi HÉR með ýmsum sögulegum upplýsingum um GSW.

Með hlýjum kveðjum,F.h. Alþjóðanefndar FKA 2022 – 2023, Jónína Bjartmarz