Beint í efni
Mínar síður

19. júní 2023

Grace Achieng gestur Mannlega þáttarins á Rás 1 þann 19. júní 2023.

,,Nýlega birtist á Vísi pistillinn Stígðu fram og taktu pláss eftir Grace Achieng, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Gracelandic, en Grace var nýlega kosin í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er fyrsta svarta konan til að sitja í stjórn félagsins og önnur konan af erlendum uppruna. Í pistlinum segist Grace tengja við konuna sem hefur alltaf setið til hliðar, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Hún vill nota vettvang sinn í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Grace var gestur Mannlega þáttarins í dag."

Gracelandic er kvenfatamerki sem byggir á sjálfbærum lífsstíl og einfaldleika. Eigandi merkisins er Grace Achieng.

Grace Achieng í Mannlega þættinum á Rás 1.

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #Rás1 @Guðrún Gunnarsdóttir @Gunnar Hansson #Mannlegiþátturinn @Grace Achieng #Gracelandic @Anna María Björnsdóttir

Dagsetning
19. júní 2023
Deila

Fréttir