Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar hlaut Viðskiptaverðlaunin árið 2019

Það var gleðileg stund þegar FKA-konan Gréta María tók á móti Viðskiptaverðlaunum Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar árið 2019 í Hörpu.

Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur Krónan vakið verðskuldaða athygli fyrir að hafa markvisst lagt áherslu á umhverfis- og lýðheilsumál í sínum rekstri.

Ítarlegt viðtal við Grétu Maríu Grétarsdóttur er að finna í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar.

Greta