Guðný Birna formaður FKA Suðurnes – 40 ára á afmælissíðu Morgunblaðsins.

„Guðný Birna situr í ýmsum stjórnum: HS Veitum, Velferðarráði Reykjanesbæjar, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Hrafnistu á Suðurnesjum og Félagi kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum. „Við vorum nokkrar konur í FKA sem stofnuðum FKA Suðurnes, fjórðu landsbyggðardeildina innan FKA. Eliza Reid, forsetafrú og rithöfundur, heiðraði okkur með komu sinni á stofnfundinn okkar í nóvember 2021. Við erum með tíu manna stjórn og erum á  fullu að kortleggja það hvernig við eflum konur á Suðurnesjum. Hvort sem það þýðir eflingu tengslanetsins, nýsköpun í atvinnurekstri á svæðinu eða bara að markaðssetja flottar konur sem eru að gera frábæra hluti.“

Til allra hamingju með daginn þinn Guðný Birna Guðmundsdóttir!

Guðný Birna formaður FKA Suðurnes – 40 ára á afmælissíðu Morgunblaðsins:

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKASuðurnes @Eliza Reid #Morgunblaðið @Guðný Birna Guðmundsdóttir

Af stofnfundi FKA Suðurnes nóvember 2021.