Guðrún Hafsteinsdóttir nýr varaformaður SA

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins sem fram fór í dag var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin varaformaður SA fyrir starfsárið 2015-2016. Guðrún er markaðsstjóri Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins. Jafnframt var ný framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins kosin fyrir starfsárið 2015-2016. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, kemur  nýr inn í framkvæmdastjórnina.

Framkvæmdastjórn SA 2015-2016

Björgólfur Jóhannsson, formaður.
Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður
Grímur Sæmundsen.
Höskuldur Ólafsson.
Jens Garðar Helgason.
Kolbeinn Árnason.
Margrét Sanders. 
Sigsteinn Grétarsson.

http://sa.is/frettatengt/frettir/gudrun-hafsteinsdottir-nyr-varaformadur-sa/